Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Vín í veislur

Í flestum veislum er boðið uppá léttvín en það er þó alls engin skylda. Víno tók saman nokkrar þumalputtareglur sem gott er að hafa í huga þegar velja á vín í veislur.

Hvað þarf ég mikið vín í veisluna?

Gott er að gera ráð fyrir 2 glösum á mann í fordrykk, ½ flösku af af léttvíni á mann við borðhaldið og bæta svo ½ flösku við ef veita á vín eftir að borðhaldið líkur.

Hvað eru mörg glös í einni flösku?

Í venjulegri 75 cl flösku af léttu víni eru 5 glös og í freyðivíns flösku eru 7 glös.

Hvað þarf ég mikinn bjór í veisluna?

Það er algengt að bjóða uppá bjór eftir að borðhaldi lýkur. Algengt viðmið eru 3 flöskur (330 ml) á mann.

Hvað þarf ég mikið af líkjör með kaffinu/eftirréttinum?

Ef bjóða á uppá kaffi og líkjör eftir borðhald ber að hafa í huga að 70 cl flaska gefur 23 einfalda en algengur skammtur er um 4,5 cl á mann þannig að ein flaska dugar fyrir ríflega 15 manns.

Vinó mælir með eftirfarandi vínum fyrir næstu veislu.

Canepa Classico Cabernet Sauvignon 1.599 kr

Rúbínrautt. Létt fylling, ósætt, fersk sýra, mild tannín. Kirsuber, plóma, papríka.

Canepa Classico Chardonnay 1.599 kr

Sítrónugult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Epli, suðrænn ávöxtur.

Lamberti Merlot 1.899 kr

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, laufkrydd, jörð.

 

Lamberti Pinot Grigio 1.799 kr

Föllímónugrænt. Ósætt, létt fylling, fersk sýra. Grænjaxlar, epli, steinefni.

 

Adobe Reserva Cabernet Sauvignon 1.999 kr

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, plóma, lyng

Adobe Reserva Chardonnay 1.999 kr

Fölsítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, melóna, epli.

Hérna getur þú nálgast nokkrar freyðivínstegundir sem Vinó mælir með í fordrykk.

Share Post