Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Freyðivín fyrir veisluna

Fordrykkur er í boði í flestum veislum og velja margir freyðivín fram yfir kampavín þar sem verðmunur er mikill. Góð þumalputta regla er að hafa fordrykkinn í þurrara lagi því þurrari fordrykkir örva matarlystina á meðan sætari fordrykkir sefa hana.

Fyrir þá sem vilja hafa fordrykkinn sætari er betra að velja hálfsætt en sætt þó ekkert sé útilokað í þessum málum.

Varðandi magn má reikna með að freyðivínsflaska dugi í 7 glös af venjulegri stærð og oftast er reiknað með 2 glösum á mann.

Víno tók saman nokkrar freyðivínstegundir sem óhætt er að mæla með fyrir næstu veislu.

Lamberti Rose Spumante 1999 kr.

Ný vara í Vínbúðinni, yndislegt freyðivín frá Ítalíu. Fallega laxableikt á lit, sætuvottur, létt freyðing, fersk sýra. Jarðaber og blómlegt.

Lamberti Prosecco 1999 kr.

Klassískt Prosecco frá Ítalíu. Léttur og leikandi, þægilegt í munni og fersk sýra. Ljúffengt freyðivín. Fæst líka í 187 ml flöskum sjá hér.

Mont Marcal Brut Reserva 1.999 kr.

Yndislegt Cava frá Katalóníu á Spáni. Virkilega vel gert freyðivín á frábæru verði.

 

Emiliana Organic sparkling 2.399 kr.

Frábært lífrænt freyðivín frá Chile. Létt og þægileg freyðing, ósætt með ferska sýru. Flottur fordrykkur.

Willm Cremant d‘Alsace Brut 2.499 kr.

Fágað freyðivín frá Willm í Alsace í Frakklandi, framleitt með sömu aðferð og stuðst er við í Champagne. Þétt og þægilegt bólustreymi, þægileg uppbygging og gott jafnvægi út í gegn.

Nicolas Feuillatte Brut Reserve 4.999 kr.

Fínlegt og vandað kampavín á frábæru verði. Glæsileg uppbygging í munni, viðkvæmt, ferskt með góða endingu. Fæst líka í 200 ml flöskum sjá hér.

Share Post