Freyðivín fyrir veisluna
Fordrykkur er í boði í flestum veislum og velja margir freyðivín fram yfir kampavín þar sem verðmunur er mikill. Góð þumalputta regla er að hafa fordrykkinn í þurrara lagi því þurrari fordrykkir örva matarlystina á meðan sætari fordrykkir sefa hana.
Fyrir þá sem vilja hafa fordrykkinn sætari er betra að velja hálfsætt en sætt þó ekkert sé útilokað í þessum málum.
Varðandi magn má reikna með að freyðivínsflaska dugi í 7 glös af venjulegri stærð og oftast er reiknað með 2 glösum á mann.
Víno tók saman nokkrar freyðivínstegundir sem óhætt er að mæla með fyrir næstu veislu.
Lamberti Prosecco
Klassískt Prosecco frá Ítalíu. Léttur og leikandi, þægilegt í munni og fersk sýra. Ljúffengt freyðivín sem hentar vel í veislur. Það er mjög gott sem fordrykkur og er frábært í hinn vinsæla Aperol Spriz. Tilvalið að para Lamberti Prosecco með smárréttum, sushi og heitum brauðréttum. Það fæst líka í 187 ml flöskum sjá hér.
Lamberti Rose Spumante
Yndislegt freyðivín frá Bardolino héraðinu við Gardavatn á Ítalíu. Aðlagandi laxableikt á litinn, sætuvottur, létt og fríngerð freyðing, fersk sýra. Jarðaber og blómlegt. Skemmtileg tilbreyting frá ljósu freyðivínunum. Passar einkar vel sem fordrykkur í veislur en hentar einnig vel með kjúklingi, grænmetisréttum og sætum bitum.
Mont Marcal Brut Reserva
Yndislegt Cava frá Katalóníu á Spáni. Þetta er virkilega gott og vel gert freyðivín á frábæru verði. Ljóst á lit, freyðir fallega. Þurr angan af kexköxum, þurrkuðum ávöxtum, eplum og sítrónu. Þurrt með ferskri sýru en mjúkri áferð, freyðibólurnar þéttar og þægilegar.
Emiliana Organic sparkling
Frábært lífrænt freyðivín frá Síle. Létt og þægileg freyðing, ósætt með ferska sýru. Þrúgurnar eru Chardonnay og Pinot Noir, þær sömu og notaðar eru í kampavín. Ávaxtaríkt freyðivín, en í bragði finnst vel ananas, gul epli og límóna. Góður fordrykkur einn og sér og með fingramatnum.
Willm Cremant d‘Alsace Brut
Fágað freyðivín frá Willm í Alsace í Frakklandi, framleitt með sömu aðferð og stuðst er við í Champagne. Þétt og þægilegt bólustreymi, þægileg uppbygging og gott jafnvægi út í gegn. Æðislegur fordrykkur og passar fullkomlega með smárréttum. Eitt besta freyðivín fyrir peninginn.
Nicolas Feuillatte Brut Reserve
Fínlegt og vandað kampavín á frábæru verði. Glæsileg uppbygging í munni, viðkvæmt, ferskt með góða endingu. Fæst líka í 200 ml flöskum sjá hér.
Nicolas Feuillatte Brut Rose
Það er fátt meira smart en að bjóða uppá bleikt kampavín í veislum og er óhætt að mæla með Nicolas Feuillatte Brut Rose en það er einstaklega spennandi og gott freyðivín. Vínið er einstaklega fallegt á litinn, ljósberjarautt með rauðbrúnum blæ. Vínið er ósætt með brakandi ferska sýru. Það freyðir létt og á fíngerðan hátt. Þroskað vín með góða fyllingu. Í bragði má finna rifsber, hindber og jarðarber. Frábært kampavín eitt og sér sem fordrykkur og eða til að skála fyrir tímamótum. Vínið parast vel með ostum, reyktum laxi og einnig frábært með jarðarberjum og súkkulaði.