Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Rósavín í sumar

Sumarið er kjörtími rósavínanna sem njóta nú sívaxandi vinsælda hér á landi rétt eins og í löndunum í kringum okkur. Rósavín búa yfir þeim eiginleikum að vera frískleg og henta þannig vel í sólinni en einnig eru þetta ágætis matarvín. Léttir réttir eru þá yfirleitt fyrir valinu, fiskur og bragðmikil salöt. Rósavín henta líka einkar vel með ýmsu grænmeti. Bakkar fullir af skinku, bragðgóðum pylsum og ostum af ýmsum tegundum henta til dæmis vel með þurru og fersku rósavíni. Á meðan millisæt rósavín parast vel með sushi og sterkum mat, eins og tælenskum og kínverskum. Grillaður lax hentar líka afar vel með rósavíni. Það er bara um að gera að prófa sig áfram og svo má ekki gleyma því að rósavín er líka gott að drekka eitt og sér.

Hérna eru nokkrar rósavínstegundir í uppáhaldi hjá okkur sem við mælum með fyrir sumarið.

Hvernig væri að prófa?

Adobe Rosé

Ljóslaxableikt. Létt fylling, sætuvottur, mild sýra. Jarðarber, lauf.

Passar vel með: hentar vel í móttökur eða bara eitt og sér í góðra vina hópi. Þau eiga vel með léttari mat s.s. salati, fiski, pizzu, pasta og ljósu kjöti.

Áfengis magn: 12%

Við mælum með að prófa með Fersku salati með burrata osti og hráskinku

 

Lamberti Rosé

Föllaxableikt. Sætuvottur, fíngerð freyðing, fersk sýra. Jarðarber, epli

Passar vel með: Tilvalin fyrir móttökur og aðra viðburði. Hentar einnig vel með mat eins og t.d. smáréttum, sushi, fiski, grænmetisréttum og ljósu fuglakjöti.

Áfengis magn: 11,5%%

Við mælum með að prófa með Pasta í ferskri tómatsósu

 

Fortius Rosé

Ljósjarðarberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Jarðarber, hindber.

Passar vel með: hentar vel í móttökur eða bara eitt og sér í góðra vina hópi. Þau eiga vel með léttari mat s.s. salati, fiski, pizzu, pasta og ljósu kjöti.

Áfengis magn: 13,5%

Við mælum með að prófa með Salati með ofnbökuðu graskeri

 

Muga Rosé

Ljóslaxableikt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Hindber, jarðarber, ferskja, steinefni.

Passar vel með: hentar vel í móttökur eða bara eitt og sér í góðra vina hópi. Þau eiga vel með léttari mat s.s. salati, fiski, pizzu, pasta og ljósu kjöti.

Áfengis magn: 13,5%

Við mælum með að prófa með pastasalati

Share Post