Rósavín og bleikar bubblur fyrir sumarið

Sumarið er kjörtími rósavínanna og búa yfir þeim eiginleikum að vera frískleg og henta þannig vel í sólinni en einnig eru þau mörg hver afbragðs matarvín. Léttir réttir eru þá yfirleitt fyrir valinu, sushi, fiskur, kjúklingur og bragðmikil salöt. Rósavín henta líka einkar vel með ýmsu grænmeti. Bakkar fullir af skinku, bragðgóðum pylsum og ostum af ýmsum tegundum henta til dæmis vel með þurru og fersku rósavíni. Á meðan millisæt rósavín parast vel með sushi og sterkum mat, eins og tælenskum og kínverskum. Grillaður lax hentar líka afar vel með rósavíni. Það er bara um að gera að prófa sig áfram og svo má ekki gleyma því að rósavín er líka gott að drekka eitt og sér. Hérna eru nokkrar rósavínstegundir í uppáhaldi hjá okkur sem við mælum með fyrir sumarið.

Adobe Reserva Rosé

Ljóslaxableikt. Létt fylling, sætuvottur, mild sýra. Jarðarber, lauf.

Passar vel með: hentar vel í móttökur eða bara eitt og sér í góðra vina hópi. Þau eiga vel með léttari mat s.s. salati, fiski, pizzu, pasta og ljósu kjöti.

 

Lamberti Rosé Spumante

Föllaxableikt. Sætuvottur, fíngerð freyðing, fersk sýra. Jarðarber, epli. Fæst líka í 187 ml flöskum.

Passar vel með: Tilvalin fyrir móttökur og aðra viðburði. Hentar einnig vel með mat eins og t.d. smáréttum, sushi, fiski, grænmetisréttum og ljósu fuglakjöti.

Muga Rosé

Ljóslaxableikt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Hindber, jarðarber, ferskja, steinefni.

Passar vel með: hentar vel í móttökur eða bara eitt og sér í góðra vina hópi. Þau eiga vel með léttari mat s.s. salati, fiski, pizzu, pasta og ljósu kjöti.

 

Nicolas Feuillatte Brut Rose

Einstaklega fallegt og gott kampavín. Vínið er fallegt á litinn, ljósberjarautt með rauðbrúnum blæ. Vínið er ósætt með brakandi ferska sýru. Það freyðir létt og á fíngerðan hátt. Í bragði má finna rifsber, hindber og jarðarber. Passar vel með: Frábært kampavín eitt og sér sem fordrykkur og eða til að skála fyrir tímamótum. Vínið parast vel með ostum, ostaköku og einnig frábært með jarðarberjum og súkkulaði.