Fiskitacos með limesósu

Fyrir 3-4 

Ég mæli með 3 litlum tortillum á mann eða 2 stærri tortillum
500 g þorskhnakki
1 egg
1 dl spelt

1 tsk taco explosion
1 tsk cumin
1 tsk cayenne pipar (má sleppa)
1 1/2 tsk salt
1 tsk pipar
1-2 msk smjör til steikingar
1 lime
Tortillur
Ólífuolía til steikingar
Philadelphia rjómaostur
1/4-1/2 hvítkál

1/4-1/2 ferskt rauðkál

Tabasco sósa eftir smekk
Ferskt kóríander eftir smekk

Salsa
2 tómatar
2-3 msk rauðlaukur
2 msk kóríander
2 avókadó
Safi úr 1/2 lime
Salt og pipar

Limesósa
1 dl Heinz majónes
1 dl sýrður rjómi
Safi úr 1-2 lime
1/2 tsk limebörkur
Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið hvítkál og rauðkál í ræmur, hrærið og setjið í skál.
  2. Pískið egg í skál. Hrærið saman speltinu og kryddinu á disk. Skerið þorskinn í bita, veltið þeim upp úr egginu og síðan speltblöndunni.
  3. Steikið fiskinn á pönnu upp úr smjöri. Skerið eitt lime í báta og dreifið þá yfir fiskinn þegar eldunin er hálfnuð.
  4. Steikið tortillurnar upp úr smá olífuolíu þangað til að þær verða gylltar.
  5. Smyrjið rjómaosti á tortillurnar, dreifið kálinu, tómatsalsanu og fiskinum yfir.
  6. Toppið tacoið með limesósu og kóríander. Fyrir þá sem vilja hafa þetta örlítið sterkara þá er gott að bera þetta fram með tabasco sósu.

Salsa

  1. Skerið tómata (hreinsið fræin úr), rauðlauk og avókadó í litla bita og hrærið saman við kóríander og safa úr lime. Saltið & piprið eftir smekk.

Limesósa

  1. Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma ásamt rifnum lime berki, lime safa, salti og pipar.

Vinó mælir með: Corona bjór með þessum rétt.

Uppskrift: Hildur Rut 

Share Post