Ný vín í Vínbúðinni

Í hverjum mánuði koma ný vín til reynslusölu í Vínbúðunum í Kringlunni, Heiðrúni, Skútuvogi og Hafnarfirði. Fyrir ykkur sem hafið gaman að því að breyta til og prófa ný vín mælum við með að þið prófið þessi neðan greindu vín, en þau voru einmitt að byrja í reynslusölu Vínbúðanna í byrjun mánaðarins.

 

 

Nicolas Feuillate Brut Rose

Bragðlýsing:  Ljósmúrsteinsrautt. Ósætt, létt freyðing, fersk sýra. Trönuber, eplahýði, gertónar. Þroskað.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Frakkland

Hérað: Champagne

Framleiðandi: Champagne Nicolas Feuillatte

Þrúga: Pinot Noir 60%

Verð: 6.999 kr.

Passar með: Kampavín tilvalið fyrir móttökur og aðra viðburði. Hentar einnig vel með mat eins og t.d. smáréttum, sushi, fiski, grænmetisréttum og ljósu fuglakjöti.

 

 

 

Laurent Miquel Solas Viognier

Bragðlýsing:  Ljóslímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, mild sýra. Blómlegt, hunang, pera.

Styrkleiki: 13% vol

Árgangur: 2017

Land: Frakkland

Framleiðandi: Laurent Miquel

Þrúga: Viognier

Verð: 2.199 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín sem hentar best sem matarvín. Frábært með góðum fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta. Þetta vín passar líka mjög vel með austurlenskum réttum.

 

 

 

Michel Lynch Reserve Medoc

Bragðlýsing:  Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, laufkrydd, tunna, skógarbotn.

Styrkleiki: 13% vol

Árgangur: 2015

Land: Frakkland

Upprunastaður: Medoc

Framleiðandi: Michel Lynch

Þrúga: Cabernet Sauvignon, Merlot

Verð: 2.499 kr.

Passar með: Þetta vín hentar vel með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikið vín sem passar vel með rauðu kjöti og ostum.

 

 

 

The Hess Collection Allomi Cabernet Sauvignon

Bragðlýsing:  Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þroskuð tannín. Sultuð kirsuber, sólber, súkkulaði, kókos, vanilla.

Styrkleiki: 14,5% vol

Árgangur: 2016

Land: Bandaríkin

Upprunastaður: Napa Valle, North Coast

Framleiðandi: Hess Family Wine Estates

Þrúga: Cabernet Sauvignon

Verð: 3.999 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði. Þetta vín hentar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.