Muga Rosado 2015

4starb_muga_rosado

Vinotek segir:

Rauðvínin frá hinu frábæra Rioja-húsi Muga hafa löngum átt sinn fasta aðdáendahóp hér á landi og hefur hann raunar farið ört vaxandi á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum kom hvítvínið frá Muga einnig í sölu og nú er Muga að blanda sér í rósavínsbaráttuna fyrir sumarið 2016. Eins og allt annað sem að Muga kemur nálægt er þetta afbragðsvín í sínum flokki.


Blandan er svolítið sérstök fyrir rósavín því að um þriðjungur hennar er hvíta þrúgan Viura til viðbótar við Garnacha (60%) og Tempranillo (10%). Víngerjunin er í stórum eikarámum sem gefur víninu aukna dýpt. Það er fallega laxableikt á lit og í nefinu er heillandi angan þar sem greina má jarðaber, hindber, börk af greipávexti og nýbakaðar smákökur. Það hefur góða fyllingu, ávöxturinn langur, þurrt.


2.599 kónur. Mjög góð kaup

Share Post