Muga Blanco Fermentado en Barrica 2015

4,5star

mug-blanco(2)

Víngarðurinn, Vín og Fleira segir;

Síðast fékk ég árganginn 2014 til umfjöllunar (****) og ekki er ég frá því að árgangurinn 2015 sé bæði fínlegri og betri, en þetta er auðvitað smekksatriði. 2014 var eftilvill stærri, mýkri og feitari en ég kann betur við þennan jarðbundnari og steinefnaríkari stíl. Það er sem fyrr aðallega úr þrúgunni Viura (90%) og afgangurinn er Malvasia og það er gerjað í eikartunnum í stíl við Búrgúndarhvítvín. Það er ljós-gullið að lit með ferska, meðalopna angan af sætum sítrus, peru, steinaávöxtum, rykugum steinefnum, austurlenskum ávöxtum og dálítið sviðinni eik. Það er sýruríkt og ferskt í munni, mjúkt og kremað með keim af eplaböku, sætum sítrus, steinaávöxtum, kryddgrösum, rauðu greipaldin, peru og reyktum tónum úr eikinni. Það endist vel og er skrefinu nær Búrgúnd en árgangurinn 2014. Fínlegt en margslungið og er afar vel byggt. Mjög gott matarvín sem er fínt með hverskyns bragðmeiri forréttum, feitari og bragðmeiri fiskréttum og ljósu kjöti líka.

Verð kr. 2.799.- Frábær kaup.

Share Post