Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Trönuberja Mule – Moscow Mule í hátíðarbúning

Karen Guðmunds ritar:

Uppskrift fyrir einn drykk

Hráefni

  • Trönuberja appelsínusíróp (heimatilbúið)
  • 1 ½ bolli vatn
  • 1 ½ bolli ferskt trönuber (hægt að nota frosin líka)
  • 2 msk appelsínusafi
  • 1 msk síróp

Þakkargjörðar trönuberja Mule

Aðferð

  1. Blandið saman vatni, trönuberjum, appelsínusafa og síróp í pott og hitið á háum hita. Þegar það byrjar að sjóða í blöndunni, lækkið hitann niður í miðlungsháan hita og leyfið að malla í pottinum í 15 mínútur.
  2. Setjið trönuberja síróps blönduna í lokað glerílát og kælið inn í ísskáp í minnst 30 mínútur.
  3. Í fallegt ál Moscow mule glas, setjið eina appelsínusneið og handfylli af ferskum trönuberjum, og kremjið niður ávextina til að fá safa og auka bragð í drykkinn. Fyllið glasið síðan af klökum, bætið einu vodka skoti, 2 skotum af trönuberja appelsínu sírópi sem þið voruð að búa til og hrærið drykkinn vel saman.
  4. Fyllið uppí með engiferbjór.
  5. Toppið með ferskum trönuberjum, appelsínusneið og rósmarín.

Share Post