Grillaðar ribeye steikur með krydduðum kartöflum og hvítlaukssmjöri

 

Fyrir 2

 

Hráefni

Ribeye steikur, 2x 250 g

Franskar kartöflur, 400 g 

Hvítlauksduft, 0,5 tsk

Paprikuduft, 0,5 tsk

Brokkolini, 250 g

Smjör, 60 ml / Við stofuhita

Hvítlauksrif, 2 lítil eða 1 stórt

Steinselja, 2 msk söxuð

Sítróna, 1 stk

Salt eftir smekk

 

Aðferð

Pressið hvítlauksrif og rífið um 2 tsk af sítrónuberki (varist að taka hvíta undirlagið með). Blandið saman hvítlauk, smjöri, saxaðri steinselju og sítrónuberki. Smakkið til með salti.

Takið kjötið úr kæli amk 1 klst fyrir eldun, en það mun hjálpa til við jafnari og betri eldun.

Nuddið kjötið með olíu og saltið rausnarlega. Piprið eftir smekk.

Setjið kartöflurnar í stóra skál, veltið upp úr olíu og salti og eldið þær svo eftir leiðbeiningum á umbúðum.

Færið bakaðar kartöflurnar aftur í skálina og veltið upp úr hvítlauks og paprikudufti. Smakkið til með salti ef þarf.

Setjið vatn í pott ásamt svolitlu salti og náið upp suðu. Lækkið hitann svo það rétt kraumi í vatninu og sjóðið brokkolini í 3 mín.

Hitið grill að 200°C og grillið steikurnar í 4-5 mín á hvorri hlið upp í 54°C kjarnhita fyrir medium-rare eldun. Best er að nota kjöthitamæli til að tryggja nákvæma eldun. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mín áður en skorið er í það.

 

Vínó mælir með: Hess Select Cabernet Sauvignon með þessum rétt.

Uppskrift: Matur & Myndir