Hátíðarvínin 2022
Nú þegar að hátíðarnar fara að ganga í hönd og veislumatur fær borðin til að svigna þá þarf að hafa í huga hvaða vín henta með hátíðarmatnum.
Regla eitt er að það má gera það sem að maður vill og ekkert eitt er rétt, en það er margt sem hægt er að hafa á bakvið eyrun til að matur og vín passi mun betur saman en ella.
Freyðivín er mjög vinsælt um hátíðirnar og þar er Cava, Prosecco og Kampavín vinsælast og með þeim má borða ansi fjölbreyttan mat. Fiskmeti af ýmsu tagi og einnig ljóst kjöt eins og kalkúna og svínakjöt. Magnað er að skála í frekar sætu freyðivíni og borða eftirrétti með.
Margir eru með humar í forrétt eða í súpu og þar eru hvítvín úr chardonnay þrúgunni frábær með og þau henta einnig vel með hörpuskel og laxi.
Kalkúnn er alltaf að verða vinsælli og þar er aðalatriðið hver fyllingin er og því bragðmeiri sem hún er því kröftugri vín þarf með honum. Hvítt og rautt getur því passað vel með kalkúna.
Hamborgarhryggur er mjög víða á borðum landsmanna og það er eins og með kalkúnann að bæði hvít og rauð vín passa þar vel með og vert væri að prófa gott rósavín.
Villibráð er ómissandi á þessum tíma árs að margra mati og með henni er óhætt að mæla með vínum í kröftugri kantinum t.d. frá Ribera del Duero, Bordeaux og Rhone en einnig eru til kröftug vín frá ítalíu sem henta vel með.
Margir hafa hangikjöt á boðstólnum og vilja margir meina að malt og appelsín sé það besta með hangikjötinu og það má alveg færa rök fyrir því en það að hafa hálfsæt hvítvín frá Þýskalandi, létt rauðvín frá Ítalíu eða bjór frá Belgíu er enn betra að flestra mati.
Þetta er frábær tími sem er framundan og mikilvægt er að njóta hverrar mínútu en munum einnig að ganga hægt um gleðinnar dyr.
Willm Crémant D‘Alsace Brut – Freyðivín
Fínlegt og elegant freyðivín frá Willm. Crémant er gert með sömu aðferð og kampavín og kemst sú tegund af freyðivíni næst kampavíni í gæðum. Vínið er með ferska sýru og fíngerða freyðingu. Það má greina græn epli, peru og sítrus. Þetta er frábært vín fyrir þá sem kjósa fersk og ósæt vín. Það hentar vel með t.d. skelfiski, grænmetisréttum og eftirrétttum.
Verð: 2.699 kr.
Amaluna Brut Organic – Freyðivín
Þetta lífræna og fallega vín er afar gott og óhætt að mæla með því. Emiliana-vínhúsið er frá Casablanca-dalnum í Síle, vínið er lífrænt, gert úr blöndu af chardonnay og pinot noir þrúgunni. Fölsítrónugult að lit og freyðir á léttan og fíngerðan hátt og hefur ferska sýru. Vínið er ósætt. Ávaxtaríkt vín en greina má límónu, ananas, epli og aðeins ristaða tóna. Þetta er frábær kostur fyrir þá sem eru vegan. Gott vín sem fordrykkur eða með smáréttum.
Verð: 2.799 kr.
Conde De Haro Brut Reserva – Freyðivín
Hér er á ferðinni afar skemmtilegt Cava sem stundum hefur verið kallað kampavín Spánverja því það er nefnilega gert með sömu aðferð og kampavín en yfirleitt úr öðrum þrúgum. Hér eru viura og chardonnay þrúgurnar í aðalhlutverki. Þetta dásamlega freyðivín frá hinum virta vínframleiðanda Muga passar vel með hátíðarmatnum enda allt gott og vandað sem kemur frá þeim. Vínið er ljósgult að lit með góða fíngerða freyðingu, góð sýra. Í munni má greina greipaldin, sítrusávexti og brioche-brauð. Þetta er gott eitt og sér en passar líka vel með forréttum og fiski.
Verð: 3.499 kr.
Domaine La Moriniére Chardonnay – Hvítvín
Skemmtilegt chardonnay-vín frá frá Loire-héraðinu í Frakklandi. Fölgult að lit, í nefi má m.a. greina apríkósur, kasjúhnetur og karamellu. Hvað bragð varðar má greina ljósa og sítrusávexti. Þetta er elegant vín, brakandi ferskt og ávaxtakennt. Það passar sérlega vel með grilluðum fiski, skelfiski og ljósu kjöti, einnig grænmetisréttum.
Verð: 2.599 kr.
Dr Loosen Erdener Treppchen Riesling – Hvítvín
Skemmtilegt vín úr riesling þrúgunni, ræktuð í bröttum hlíðum á ekrum vínhússins Dr Loosen í Moseldalnum í Þýskalandi. Það er ljósgult að lit og má greina epli, perur og ferskjur, einnig hunang og steinefni. Það er sýruríkt og frískandi. Það fer vel með svínakjötsréttum, skelfisk og fuglakjöti, einnig sterkum mat.
Verð: 2.999 kr.
Willm Pinot Gris Reserve – Hvítvín
Willm er frá Alsace í Frakklandi sem margir tengja helst við góð hvítvín. Það er þekkt vínhús sem var stofnað árið 1896 og því óhætt að segja að um rótgróinn framleiðanda sé að ræða. Hér höfum við sérlega gott pinot gris-vín. Það er ljóssítrónugult að lit með meðalfyllingu og ferska sýru, örlítill sætur keimur. Í bragði finnast vel epli, perur og smávegis ferskja. Vínið passar með fjölbreyttum mat en er tilvalið með hamborgarahryggnum.
Verð. 2.999 kr.
Saint Clair Omaka Chardonnay Reserve – Hvítvín
Hér er á ferðinni æðislegt hvítvín úr chardonnay-þrúgunni, með sterkan karakter. Það er meðalfyllt og þurrt með ferska sýru, fölsítrónugyllt að lit. Hér má greina í bragði ferskju, greip, vanillu, ögn eik og einnig svolítinn tertubotn. Vínið parast vel með ljósu fuglakjöti, einnig skelfiski, feitum fiski og grænmetisréttum. Saint Clair á Nýja-Sjálandi er með vínekrur sínar í Marlborough-héraði en þessar þrúgur eru ræktaðar í Omaka-dalnum, þar sem dagarnir eru heitir en næturnar kaldar og jarðvegurinn er leirkenndur.
Verð: 3.399 kr.
Chateau Goumin – Rauðvín
Fágað og gott vín frá Chateau Goumin, Bordeaux sem er staðsett í um 18 km frá Saint Emilion-héraði. Leirkenndur og kalkríkur jarðvegurinn gefur víninu frískleika. Vínið er gert úr blöndu af cabernet sauvignon og merlot-þrúgum. Það er fallega kirsuberjarautt að lit, meðalfyllt með ferska sýru og milt tannín. Í munni má greina hindber, kirsuber, sólber, jarðartóna og svolítið lyng. Hentar vel með lamba- og nautakjöti og líka frábært með ostabakkanum.
Verð: 2.899 kr.
Þetta vín hlaut Gyllta Glasið 2021
Altanza Reserva Rioja – Rauðvín
Einkar gott vín á góðu verði sem er frá einu virtasta vínhéraði Spánar, Rioja. Vínið er gert úr héraðsþrúgunni tempranillo. Vínið er látið vera á franskri eik í u.þ.b. 18 mánuði en það gefur því mikinn karakter og fyllingu. Vínið er í góðu jafnvægi með mjúk tannín og ferska sýru. Liturinn er kirsuberjarauður og í munni má greina þroskuð kirsuber, sólber, lyng, eik og aðeins jörð. Vínið er með lamba- og svínakjöti, það hentar vel með ostum og auk þess hentar það líka vel með matarmiklum grænmetisréttum.
Verð: 3.399 kr.
Vina Real Reserva Rioja – Rauðvín
Einstaklega gott vín frá Rioja héraði á Spáni sem gert er að mestu úr héraðsþrúgunni tempranillo í bland við smávegis af garnaca, graciano og mazuelo. Þrúgurnar eru handtíndar af ökrum sem eru á hinum gæðamikla Alvesa-svæði. Vínið var látið liggja á franskri og amerískri eik í a.m.k. 18 mánuði sem gefur því dýpt og karakter. Dökkrúbínrautt að lit með ferska sýru og þétta fyllingu. Í munni má vel greina rauð þroskuð ber og ávexti auk þess vott af reyk og kryddi ásamt eik. Vínið er hentugt með rauðu kjöti svo sem nauta- og lambakjöti en það er líka spennandi að para það með feitum fiski.
Verð: 3.599 kr.
Cune Gran Reserva Rioja – Rauðvín
Eðalvín frá Rioja héraði á Norður-Spáni sem við þreytumst ekki á að mæla með, Cune Gran Reserva er gert úr blöndu af nokkrum þrúgum sem gerir það áhugavert þótt tempranillo sé vissulega í meirihluta eða 85% en hinar þrúgurnar eru 10% graciano og 5% mazuelo. Vínið hefur verið látið liggja í 24 mánuði á flösku. Fallega rúbínrautt að lit með þétta fyllingu og mjúk en áberandi tannín og ferska og lifandi sýru. Í munni má greina dökk skógarber svo sem kirsuber en einnig eik, og krydd. Passar vel með villibráð og rauðu kjöti, bæði nauta-og lambakjöti.
Verð: 3.899 kr.
Þetta vín hlaut Gyllta Glasið 2022
Muga Reserva Rioja – Rauðvín
Muga er meðal þekktari vínhúsa í Rioja-héraði á Spáni en það var stofnað árið 1932 í Haro-þorpinu. Vínhúsið framleiðir fjölbreytt vín sem margir sælkerar þekkja eflaust vel og mætti nefna rauðvínin þeirra og rósavín. Þetta tiltekna vín er afar gott. Hér er tempranilloþrúgan í meirihluta eða um 70%, um 20% garnacha og restin er carignan og graciano. Dökkrúbínrautt á litinn með þétta fyllingu og angan af eik Í bragði má greina kirsuber, sólber, brómber, eik og keim af negul og súkkulaði. Nokkuð tannínríkt, ósætt, með ferska sýru. Vínið er hentugt með t.d. lamba- og nautakjöti
Verð: 4.399 kr.
Imperial Reserva Rioja – Rauðvín
Þetta eðalvín frá Rioja héraði á Spáni úr temranillo þrúgunni passar vel með hátíðarmatnum. Þetta vín er látið liggja á amerískri og franskri eik í 12 mánuði. Það þykir sérlega auðdrekkanlegt og með þétta fyllingu. Fersk og lifandi sýra, þétt og þroskað tannín. Liturinn er dökkkirsuberjarauður með brúnum tónum. Langt eftirbragð þar sem greina má þroskuð ber svo sem kirsuber og hindber og þurrkaðar fíkjur, örlítil eik og tóbak í lokin. Þetta er glæsilegt og stórt rauðvín sem sómar sig mjög vel með góðum mat.
Verð: 4.799 kr.
Contino Reserva Rioja – Rauðvín
Eðalvín frá Rioja-héraði á Spáni. Hér spila garnacha, tempranillo og graciano þrúgurnar saman á skemmtilegan hátt. Það er látið þroskast á frönskum og bandarískum eikartunnum í tvö ár. Vínið er djúprautt að lit og má greina eik, vanillu, tóbak, kirsuber og aðra rauða ávexti. Margslungið vín, nokkuð sýruríkt og kröftugt. Það parast vel með villibráð og nautakjöti svo dæmi séu tekin.
Verð: 4.799 kr.
Emiliana Coyam – Rauðvín
Þetta vín er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við þreytumst ekki á að mæla með því. Það er frá Síle og er lífrænt. Hér er á ferðinni blanda af nokkrum þrúgum með syrah í meirihluta og síðan carmenere og merlot og fleiri í litlu magni. Vínið er fallega dökkrúbínrautt á litinn, fremur tannínríkt með ferska sýru, það er kröftugt og ósætt. Í bragði má greina jarðarber, sólber og smávegis rifsber einnig aðeins eik og vanillu. Það passar vel með ýmsum mat og er því tilvalið að taka með í matarboð, það er t.d. sérlega gott með villibráð, lambakjöti og nautakjöti.
Verð: 3.999 kr.