Hjúpuð kjúklingalæri með koníakssósu og hvítlauks-rósmarín frönskum

Hráefni

Kjúklingalæri, úrbeinuð með skinni, 450 g

Bezt á kjúklinginn, 1,5 msk

Hveiti, 3 msk

Franskar kartöflur, 250 g

Rósmarín ferskru, 2 msk saxað

Hvítlaukur, 1 rif

Rjómi, 180 ml

Kjúklingakraftur, 1 tsk / Oscar

Nautakraftur, 1 tsk / Oscar

Koníak, 80 ml

Sósujafnari, eftir þörfum

Aðferð

Forhitið ofn í 200°C með blæstri

Hrærið kryddblöndu saman við 3 msk af hveiti. Saltið kjúklingalærin smá (það er líka salt í kryddblöndunni) og veltið upp úr hveitiblöndunni þar til lærin eru hulin hveitiblöndu, hristið auka hveitimagnið af lærunum. 

Hitið svolitla olíu á pönnu við miðlungshita. Bætið vænni smjörklípu út á pönnuna þegar hún er orðin heit og steikið kjúklinginn í 2,5 mín á hvorri hlið (fylgist með hitanum svo hveitið brenni ekki við). Færið lærin í eldfast mót, dreypið smjörinu yfir og bakið í um 15 mín í miðjum ofni eða þar til lærin eru hvít í gegn og fullelduð. 

Pressið hvítlauk. Hrærið hvítlauk og rósmarín saman við 20 ml af olíu (helst einhverri bragðlausri eins og sólblóma eða repjuolíu). 

Bakið franskar kartöflur eftir leiðbeiningum frá framleiðanda. Færið kartöflurnar í stóra skál þegar þær koma úr ofninum og veltið upp úr hvítlauks- rósmarín olíunni. Smakkið til með salti.

Hreinsið mestu olíuna úr pönnunni. Bætið koníaki út á pönnuna (geymið 1 tsk), hækkið hitann og látið vínið sjóða niður um a.m.k. helming. Bætið rjóma, nautakrafti og kjúklingakrafti út á pönnuna og látið malla í nokkrar mín (varist að láta sósuna ofsjóða). Hrærið restinni af koníaki saman sósuna og piprið hressilega. Þykkið með sósujafnara eftir smekk og smakkið til með salti ef þarf.   

Berið fram með fersku salati.

Vínó mælir með: Pizzolato Pinot Nero

Uppskrift: Gotteri.is