Bestu freyðivínin í sumar

Hver elskar ekki prosecco, cava og aðrar freyðandi bubblur sem gera sumarið aðeins bjartara! Hérna er listi yfir uppáhalds freyðivínin okkar fyrir sumarið, freyðivín frá ólíkum löndum í mismunandi verðflokkum. Svo allir ættu að geta fundið sínar uppáhalds bubblur fyrir sumarið!

Cune Cava Brut Rosé

Dásamlegt freyðivín frá Rioja á Spáni. Fallega föllaxableikt á lit, ósætt, fínleg freyðing og fersk sýra. Mjög ljúffengt freyðivín sem passar fullkomlega með smárréttum.

Cune Cava Brut

Klassískt Cava frá Rioja á Spáni. Fölsítrónugult á lit, ósætt, létt freyðing og fersk sýra. Ljúffengt freyðivín sem er tilvalið að para með léttum og sumarlegum réttum.

Pizzolato Pinot Grigio Extra Dry

Mjög gott lífrænt og veganvæn freyðivín frá Ítalíu. Fölsítrónugult á lit. Sætuvottur, létt freyðing og fersk sýra. Frábært freyðivín í sumarpartýið.

Pizzolato Rosé Extra Dry

Yndislegt lífrænt freyðivín frá Ítalíu. Fallega ljóslaxableikt. Sætuvottur, fínleg freyðing, fersk sýra. Ef þú elskar rauð ber þá eru þetta bubblurnar fyrir þig.

Lamberti Prosecco Rosé

Yndislegt freyðivín frá Veneto á Ítalíu. Aðlagandi laxableikur litur, sætuvottur, létt og fíngerð freyðing og fersk sýra. Passar vel eitt og sér eða með léttum fingramat.

Lamberti Prosecco

Klassískt Prosecco frá Ítalíu. Léttur og leikandi, þægilegt í munni og fersk sýra. Ljúffengt freyðivín sem hentar vel í veislur. Tilvalið að para með smárréttum.