Makkarónur

15-20 stykki (eftir stærð)

Hráefni

3 eggjahvítur við stofuhita

50 g sykur

¼ tsk. Cream of tartar

Matarlitur

210 g flórsykur

100 g möndlumjöl

Aðferð

Hitið ofninn í 140°C og setjið bökunarpappír á tvær ofnskúffur.

Þeytið eggjahvítur þar til þær byrja að freyða og bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum, þeytið þar til stífir toppar halda sér, bætið  Cream of tartar og matarlit saman við (setjið meira en minna því liturinn fölnar við bakstur) og þeytið aðeins áfram.

Sigtið flórsykur og möndlumjöl í skál, blandið saman og hellið saman við eggjahvíturnar. Blandið varlega saman við með sleikju þar til þið sjáið ekki lengur mikla kekki/korn í blöndunni. Gott er að miða við að blandan geti myndað tölustafinn 8 þegar hún lekur af sleikjunni, sé samt enn þykk.

Setjið blönduna í poka og klippið um 1 cm gat á endann eða notið sprautustút svipaðan í þvermál.

Sprautið jafna hringi á plötuna með smá bil á milli, lyftið bökunarplötunni þá aðeins upp frá borðplötunni og leyfið henni að falla niður nokkrum sinnum til að ná loftbólunum úr.

Leyfið makkarónunum nú að standa á borðinu í 30 mínútur og bakið síðan í um 15 mínútur eða þar til þær lyftast upp (fá fætur).

Kælið í um 10 mínútur og setjið fyllinguna á, geymið svo í kæli.

Jarðarberjafylling uppskrift

Hráefni

100 g smjör við stofuhita

60 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita

1 tsk. vanillusykur

260 g flórsykur

50 g Driscolls jarðarber (skorin smátt)

Þeytið saman smjör, rjómaost, vanillusykur og flórsykur þar til létt en stíf blanda myndast.

Skerið jarðarberin smátt niður og blandið saman við rjómaostakremið.

Aðferð

Setjið í poka, klippið um 1 cm gat á endann og sprautið á makkarónurnar. Gott er að para makkarónurnar fyrst saman því þær eru kannski aðeins misstórar, setja eina á hvolf, setja krem og klemma svo með hinni laust saman.

Við mælum með Muga Rose með þessum frábæra rétt.

Uppskrift: Gotteri.is