Willm Brut Rosé

 

 

Vínsíðurnar segja;

Þó svo að freyðivínin frá Búrgúndí, Crémant de Bourgogne, hafi tekið all myndarlegt stökk uppávið í vinsældum þetta árið finnst mér frændsystkini þess frá Alsace eiga fullt inni og vona ég innilega að þau fari að vekja áhuga ykkar, enda oftast nær frábær vín á mjög góðu verði. Hér erum við með Rosé Brut frá Willm og er þetta eingöngu gert úr Pinot Noir og fær það að liggja í flöskunum eftir seinni gerjun í um 12 mánuði.

Þetta vín er fallea ljósbleikt á litinn með eilítið feiminn ilm í fyrstu. Eftir smá stund í glasinu koma fram létt rifsber, hindber og villt jarðarber ásamt vott af brioche og möndlum í bakgrunninum. Einfaldur ilmur. Í munni er það þurrt og nokkuð létt með sömu rauðu ber og var að finna í nefi ásamt dass af möndlu í lokin.

Okkar álit: Nokkuð einfalt Crémant en vel gert. Vantar aðeins meira fútt í það.

Verð 2.999 kr

Post Tags
Share Post