Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2018

Víngarðurinn segir;

Sauvignon Blanc-vínið frá Vicar’s Choice er gamall kunningi Víngarðsins og hefur margoft verið dæmdur hér og alltaf með góðum árangri. Þetta vín hefur unnið sér nokkuð traustan sess meðal íslenskra neytenda enda er hér á ferðinni prýðilegur fulltrúi hins nýsjálenska Sauvignon Blanc-stíls.
Árgangurinn 2018 er ljós-strágulur að lit og hefur meðalopinn ilm af dæmigerðum, suðrænum Sauvignon Blanc þar sem greina má stikilsber, rifsber, kramið sólberjalauf, sítrónur, perur, ananas, passjón og mangó. Það er svo rétt ríflega meðalbragðmikið með góða sýru, fínasta jafnvægi og ágæta lengd. Sítrónur, stikilsber, rifsber, sólber, sölt steinefni og suðrænir ávextir koma svo þarna við sögu og útkoman er dæmigerð, þægileg og matarvæn einsog alltaf. Hafið með allskonar meðalbragðmiklum forréttum, fiskréttum, ljósu pasta, ljósu fuglakjöti og svo er það líka gott bara eitt og sér á pallinum.

Verð kr. 2.599.- Mjög góð kaup.

Share Post