Vinotek segir;

Sauvignon Blanc er auðvitað fyrir löngu orðin þrúga sem flestir tengja við Nýja Sjáland þegar að vín þaðan ber á góma og Saint Clair er með betri framleiðendum á hinu þekkta svæði Marlborough. Vínið er mjög fölt á lit, það er örlítið grænt í litnum. nefið er líka grænt, þarna er brenninetla, limebörkur og stikilsber og jafnvel smá grænn aspas. Það er ferskt og bjart í munni, þurrt, míneralískt og hressandi. 2.599 krónur. Frábær kaup. Sem fordrykkur, með rækjum, með sushi. .“

Share Post