Petit Bourgeous Sauvignon Blanc 2017

 

 

Vintotek segir;

„Petit Bourgeois þýðir smáborgari á frönsku. Það er þó ekkert smáborgaralegt við þetta vín heldur er um orðaleik að ræða þar sem að þetta vín Bourgeois-fjölskyldunnar er gert úr þrúgum utan heimahaganna í Sancerre. Henri Bourgeois er með þekktari vínhúsum Sancerre en framleiðir einnig vín annars staðar í Loire-dalnum eins og þetta hér. Loirei er eitt unaðslegasta hvitvínssvæði Frakka, þekkt fyrir fersk vín úr þrúgum á borð við Sauvignon Blanc og Chenin Blanc. Hvítvínið Petit Bourgeois er einmitt framleitt úr Sauvignon Blanc. Petit Bourgeois er nútímalegt hvítvín, það sækir innblástur jafnt til Sancerre sem Nýja-Sjálands. Ávöxturinn er skarpur og ferskur, hitabeltisávöxtur í bland við sítrus, örlítið grösugt. Sýran er fersk án þess að vera hvöss og ávöxturinn bjartur, smá míneralísk selta í lokin. 2.699 krónur. Frábær kaup. Með flestum fiskréttum. “

Post Tags
Share Post