Muga Rosado 2019

 

 

Vinotek segir;

Rioja er auðvitað fyrst og fremst þekkt sem eitt besta rauðvínshérað Spánar. Þar eru hins vegar einnig framleidd hvítvín og rósavín sem geta verið ansi góð, ekki síst frá bestu vínhúsunum á borð við Muga. Þetta vín er blanda úr þrúgunum Garnacha, Viura og Tempranillo frá vínekrum Muga í Najerilla-dalnum. Vínið er fölbleikt, sæt og þokkafull jarðarber í nefi, sítrusbörkur og melóna. Þétt, mjög ferskt og þurrt, langt. Frábært rósavín. 2.899 krónur. Frábær kaup. Með ljósu kjöti. Sem fordrykkur.

Post Tags
Share Post