Emiliana Coyam 2018

 

 

Vinotek segir;

Coyam er eitt af toppvínum Emiliana í Chile sem sérhæfir sig í ræktun lífrænna og lífefldra vína. Það er víngerðarmaðurinn Alvaro Espinoza sem á heiðurinn af þessu víni og þrúgurnar, sem eru í þessum árgangi fyrst og fremst Syrah og Carmenere eða tæp áttatíu prósent blöndunnar. Resitin mynda þrúgurnar Cabernet Sauvignon, Mourvedre, Petit Verdot, Malbec og Tempranillo. Þrúgurnar eru ræktaðar í hæðum Colchagua-dalsins og vínið látið liggja á bæði franskri og amerískri eik. Loftslagið í Colchagua minnir um margt á loftslag Miðjarðarhafsins nema hvað hér er það Kyrrahafið sem temprar loftslagið.

Vínið er dimmfjólublátt á lit, út í svart, liturinn þéttur og djúpur. Nefið er enn ungt með ríkjandi dökkum ávexti, sólberjum og kirsuberjum, bláberjasafa, eikin framarlega með vanillu og dökkristuðum kaffibaunum. Í munni er vínið fágað, tannín póleruð og fínleg, langt og þurrt. Vín sem má vel geyma en er príma núna, ekki síst ef vínið fær tíma til að opna sig, t.d. með umhellingu. 3.799 krónur. Frábær kaup. Þetta er vín fyrir nautasteikurnar en má líka bera fram með öllu bragðmiklu, rauðu kjöti, jafnvel villibráð.

Post Tags
Share Post