Hardy’s Nottage Hill Chardonnay 2017

„Áströlsku vínin náðu ekki síst vinsældum á sínum tíma út af eikuðum og ávaxtaríkum Chardonnay-vínum sem að drógu fram heillandi einkenni þrúgunnar er fæstir höfðu kynnst áður á þeim tíma. Nú hefur þessi stíll verið normaliseraður að miklu leyti en Ástralir kunna enn sitt fag. Þetta er bjart og heillandi hvítvín, ljósgult, sítrusmikil angan, límónubörur og appelsína í nefi, sæt melóna vanilla og vottur af reyk. Þykkt og feitt með ágætri sýru. 1.999 krónur. Frábær kaup. Mikið fyrir peninginn og hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða. “

Post Tags
Share Post