Fonterutoli Chianti Classico 2017
„Fonterutoli eru vín frá Mazzei-fjölskyldunni, einni þekktustu vínfjölskyldu Toskana-héraðsins á Ítalíu. Þetta vín, sem er eins konar „annað“ vín fjölskyldunnar á eftir chateau eða öllu heldur kastalavíninu Castello di Fonterutoli, hefur löngum verið með þeim allra bestu í sínum flokki. Nútímalegt og tignarlegt í senn. Dökkt á lit og í nefi dökkur, kryddaðurávöxtur, lyng, mór, oolong-teblöð, sýrumikið og svolítið hvasst í fyrstu, gefið því góðan tíma til að opna sig. Ungt vín, rétt að byrja. 3.499 krónur. Frábær kaup. Með villigæs og hreindýri. Með nautakjöt á beini.“