Laurent Miquel Chardonnay-Viognier

Vinotek segir;

„Chardonnay og Viognier eru þrúgurnar sem að notaðar eru í þetta suður-franska hvítvín frá Laurent Miquel. Þetta er einfalt vín en vel gert, aðgengilegt og ljúft. Ávöxturinn er ferskur og hressilegur, mikill sítrus, sætar melónur, ferskjur, vínið ferskt með fínni sýru. 1.999 krónur. Frábær kaup. Auka hálf stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða, ekki oft sem að maður rekst lengur á þetta fín vín undir tvö þúsund kallinum. “

Post Tags
Share Post