Glen Carlou Grand Classique 2018

 

 

Vinotek segir;

Grand Classique frá suður-afríska vínhúsinu Glen Carlou er blanda úr klassísku Bordeaux-þrúgunum fimm, Cabernet Sauvignon, Merlot, Petit Verdot, Malbec og Cabernet Franc ræktuðum í vínhéraðinu Paarl. Liturinn er dimmrauður og djúpur, ilmur vínsins sætur, þarna er þroskaður sætur og kryddaður svartur ávöxtur ríkjandi, bláber og sólber í bland við lakkrís, kakó- og kaffibaunir. Áferðin er þykk, sætur ávöxtur tannín mjúk og vínið ferskt og bjart. 3.799 krónur. Frábær kaup. Með bragðmiklum pottréttum og grilluðu kjöti.

Post Tags
Share Post