Cerro Anon Reserva 2017

 

 

Vinotek segir;

Það var árið 1973 sem að Bodegas Olarra reisti tilkomumikið og nútímalegt víngerðarhús í útjaðri Logrono, höfuðborgar Rioja-héraðsins.  Það var ekki einungis arkitektur hússins sem að vakti athygli heldur einnig hvernig hönnun var nýtt við víngerðarferlið til að mynda með þakhvelfingum sem að draga úr líkunum á hitasveiflum innandyra. Cerro Anon er eitt af vínum Olarra og Reserva-vínið er blanda úr þremur meginþrúgum Rioja;Tempranillo, Graciano og Mazuelo. liturinn dökkur og þéttur, í nefinu sultaður ávöxtur, kryddaður og heitur, sæt eikin fullkomlega samofin með, kókos og vanillu, tannín eru þykk og mjúk vínið allt fágað og tignarlegt. Umhellið 1-2 tímum áður en vínið er borið fram. Má vel geyma í 3- 5 ár. 2.899 krónur. Frábær kaup. Hér erum við að fá mikið vín fyrir peninginn. Með naustateikinni, lambinu og villibráðinni.

Post Tags
Share Post