Emiliana Salvaje 2018

 

 

Vinotek segir;

Svokölluð náttúruvín hafa verið all fyrirferðarmikið á síðustu misserum en í stuttu máli þá er um að ræða vín þar sem þrúgurnar eru ræktaðar lífrænt og víngerðin hefur átt sér stað nánast afskiptalaust og án þess að nokkru sé bætt (s.s. geri eða súlfítum). Hugsunin er fín en oftar en ekki verða þessi vín einsleit og jafnvel fráhrindandi, þótt á því séu auðvitað undantekningar. Salvaje er ágætis náttúruvín frá Emiliana í Chile sem um árabil hefur verið leiðandi í lífrænni ræktun. Þrúgurnar, sem eru Syrah og Roussanne, eru ræktaðar í Casablanca-dalnum og víngerðin á sér stað með náttúrulegum gerlum og vínið er stabilíserað með náttúrulegum aðferðum en ekki súlfíti.  Liturinn er dimmrauður og þétt, í nefinu þykkur og mikill berjasafi, bláber, brómber og sólber, svolítið villt, í munni heldur þykkur, sætur berjasafinn áfram, kryddaður, paprika, smá piprað, ekki áberandi sýra sem gefur víninu öðruvísi strúktúr en „hefðbundnari“ vín. “

Post Tags
Share Post