Adobe Carmenere Reserva 2019

 

 

Vinotek segir;

Emiliana er vínhús í Chile sem sérhæfir sig í framleiðslu lífrænt ræktaðra vína. Adobe er vínlína í milliverðflokki og hér er þrúgan Carmenere. Hún hefur verið ræktuð í Bordeaux-héraði frá tímum Rómverja en er í dag algengust í Chile. Raunar var henni þar lengi vel ruglað saman við Merlot og ekki fyrr en undir lok síðustu aldar að vínbændum varð ljóst að stór hluti af Merlot-ræktun þeirra var í raun Carmenere. Nú er hún ein af einkennisþrúgum vínræktar í Chile. Þessi Carmenere frá Adobe er fínt dæmi, liturinn er svarblár og djúpur, í nefinu dökkur berjaávöxtur, kirsuber og plómur, kryddaður, græn paprika, jörð, í munni mjúk tannín, þurt og all míneralískt, sérstaklega eftir því sem vínið fær að opna sig meira. 2.199 krónur. Frábær kaup. Með öllum kjötréttum. Með ostum.

Post Tags
Share Post