Dievole Le Due Arbie Chianti Superiore 2016

 

 

Vínótek segir;

„Gratavinum er vínhús Cusine-fjölskyldunnar í Priorat en þessi katalónska fjölskylda á einnig vínhúsin Pares Balta í Pénedes og Dominio Romano í Ribera del Duero. Þau hafa áratugum saman lagt mikla áherslu á lífræna ræktun lífeflda (bíódínamíska) ræktun og hafa einnig verið að fikta við gerð einstakra náttúruvína, þar sem nær engin afskipti eru höfð af víngerðinni sjálfri. Ég hef lengi verið fullur fordóma í garð slíkra vína enda nær flestöll sem ég hef smakkað fremur einsleit og fráhrindandi, ávöxturinn verður ekki hreinn og það loðir oft við þau gerkeimur og bragð sem minnir helst á skemmdan síder. En ekki hér, þetta er hreinlega framúrskarandi vín, spennandi og svolítið villt, það er mikill x-faktor í gangi hér.

Priorat er auðvitað ekki neitt venjulegt víngerðarsvæði, það var við það að gleymast og fara úr rækt enda aðstæður erfiðar til vínræktar í hrjóstrugum og grýttum hlíðunum. Það voru hins vegar víngerðarmenn með Alvaro Palacios í broddi fylkingar sem að uppgötvuðu þau tækifæri er leyndust í gömlum vínvið svæðisins og nú er Priorat með heitustu víngerðarsvæðum heims.

Silvestris er blanda úr lífrænt ræktuðum Garnatxa eða Garnacha (85%) og Cabernet Sauvignon-þrúgum sem gerjast með villtum gerlum við lágt hitastig í stáltönkum áður en vinið er geymt í 8 mánuði í 400 lítra nýjum eikartunum. Vínið er án viðbættra efna s.s. súlfíts. Það er svarblátt og djúpt á lit, svartur berjaávöxtur, blýantur og angan af ferskum blómum og mentol, reykur, reykt kjöt. Yfir víninu svífur einhver ótrúlegur ferskleiki og hreinleiki, ferskleiki sem ekki bara má rekja til sýrunnar. Það er langt og mikið í munni, míneralískt, krít, spennandi og dulúðugt. 4.499 krónur. Stórfenglegt og spennandi vín. Með bragðmiklu lambakjöti og kryddjurtum. .“

Post Tags
Share Post