Kjúklinga fajitas með heimagerðu guacamole

 

Hráefni

4 útbeinuð kjúklinglæri

1 rauð paprika

1 gul paprika

1 rauðlaukur

Taco kryddblanda

Ferskt kóríander

Lime

6 stk litlar vefjur

Guacamole

Sýrður rjómi

Aðferð

  • Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  • Skerið kjúklinginn smátt niður, setjið vel af taco kryddblöndu yfir og raðið á ofnplötu.
  • Skerið laukinn og paprikurnar í sneiðar, setjið á ofnplötuna, hrærið allt vel saman og bakið inn í ofni í 20-30 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn (tími fer eftir stærð kjúklingabitanna).
  • Setjið vefjur í álpappír og hitið þær inn í ofni á meðan kjúklingurinn eldast.
  • Berið fram með guacamole, sýrðum rjóma, lime og fersku kóríander.

Guacamole

2 avocadó

1 hvítlauksrif

1 tómatur

Salt og pipar

Safi úr ½ lime

Aðferð

  • Stappið avocadóið með gaffli, pressið hvítlauksrifið í gegnum hvítlaukspressu út í avocadó stöppuna, skerið tómatinn smátt niður og bætið út í.
  • Blandið öllu vel saman, kreystið ½ lime út í og kryddið til með salti og pipar eftir smekk.

Vínó mælir með: Adobe Reserva Sauvignon Blanc með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben