Adobe Reserva Pinot Noir 2019
Vinotek segir;
„Pinot Noir kemur uppruna frá Búrgund í Frakklandi og er þrúga sem nýtur sín best í svölu loftslagi (svona á mælikvarða vínhéraða). Í Chile hefur hún til dæmis dafnað afskaplega vel í Casablanca og Leyda þar sem Kyrrahafið hefur temprandi áhrif á loftslagið og sömuleiðis í einu syðsta vínheraði landsins, Bio Bio. Þar sem að Chile er á suðurhvelinu verður loftslagið mildara eftir því sem sunnar dregur. Emiliana-vínhúsið, sem sérhæfir sig í lífrænt ræktuðum vínum, ræktar Pinot-þrúgurnar í þetta vín einmitt í Bio Bio. Þetta er ungt og þægilegt vín, ljósrautt og í nefinu rauð ber, skógarber og rifsber, örlítið kryddað, mild sýra, létt og þægilegt vín. Berið fram örlítið kælt eða við um 16 gráður, t.d. með ljósu kjöti eða grilluðum fiski. 2.099 krónur. Mjög góð kaup. Reynið með grilluðum lax eða bleikju. “