Rósavínssangría með ferskum ávöxtum

Hráefni:

1 flaska Adobe Reserva rósavín

1 dl Cointreau

Jarðarberjasýróp (1 dl vatn + 1 dl sykur + 0,5 l jarðarber – látið malla saman við vægan hita í 10 mínútur)

2 öskjur jarðarber

2 appelsínur

1 askja hindber

Mynta

Aðferð:

Skerið jarðarberin í fernt og appelsínurnar í sneiðar

Fyllið könnu af klaka

Setjið jarðarberin, appelsínuna og hindberin ofan í könnuna

Kreistið eina appelsínu út í könnuna

Hellið rósavíni, Cointreau og jarðarberjasýrópi út í könnuna

Hrærið í og bætið myntu út í til að skreyta