Pinacolada íspinnar

 

Hráefni:

1 Ananas

1 dós kókosmjólk

60 ml Cruzan romm

Aðferð:

Skerið börkinn frá og kjarnhreinsið ananasinn, setjið í matvinnsluvél.

Opnið dósina af kókosmjólkinni varlega, takið aðeins þykka hlutann af kókosmjólkinni upp úr dósinni og setjið í matvinnsluvélina, hendið rest eða notið seinna í annan rétt.

Setjið romm út í matvinnsluvélina og maukið.

Hellið maukinu ofan í íspinnabox og frystið í a.m.k. 6 klst.

 

Uppskrift: Linda Ben