Heimabökuð humarpizza

Hráefni

125 ml volgt vatn

1 msk olífu olía

3 ½ dl hveiti

1 tsk þurrger

1 tsk salt

Hvítlauksolía

Rifinn ostur með hvítlauk

Ferskar mosarella perlur

200 g skelflettir humarhalar

2 hvítlauksgeirar

¼ tsk þurrkað chili krydd

2 msk ólífu olía

Pizza kryddblanda (eða oreganó)

Fersk steinselja (sem skraut, má sleppa)

Aðferð

Takið humarhalana úr frosti séu þeir frosnir.

Setjiði gerið út í vatnið og hrærið saman.

Blandiði hveiti og salt saman í skál.

Hellið gerblöndunni út í hveitið með hrærivélina í gangi.

Bætið ólífu olíunni útí og hnoðið saman þangað til gott pizzadeig hefur myndast, það á ekki að vera of klístað en auðvelt að hnoða það.

Leyfið deiginu að hefast í a.m.k 2 klst.

Stilltu ofninn á 240°C og undir&yfir.

Setjið humarhalana í skál, rífið hvítaukinn út á, kryddið með þurrkuðu chili kryddi og setjið olífu olíu yfir, blandið öllu saman.

Fletjið pizzadeigið út, setjið vel af hvítlauksolíu á botninn, rifinn ost og ferskar mosarella perlur.

Setjið humarinn á pizzuna og kryddið með pizzakryddi.

Bakið inn í ofni þar til osturinn er orðin gullinbrúnn.

Skreytið með ferskri steinselju (má sleppa)

Vínó mælir með: Adobe Reserva Carmenere með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben