Vín með gæs

 

Villigæsabringur eru ekki alveg lausar við fitu og ráða því við að maður tefli svolitlum tannínum á móti fitunni, þó vissara sé að hafa á þeim bönd og velja vín með mjúkum tannínum.

Vínó mælir með:Chateau Lamothe Vincent Heritage, gráupplagt vín með villigæsinni. Mikill ávöxtur áberandi með piparnótum og skógarberjum í bland. Sérdeilis prýðileg samlegðaráhrif þarna á ferð og piparkeimurinn sem iðulega fer svo vel með villibráð er skammt undan.

 

 

 

Share Post