Cointreau Fizz með ferskum ávöxtum

Cointreau Fizz með vatnsmelónu. Heimild: Rose Marie Söderlund

Cointreau fizz er einstaklega fallegur, ferskur og frábær fordrykkur fyrir veisluna. Notaðu sköpunargleðina og tvistaðu drykkinn þinn upp með ferskum ávöxtum, jurtum eða grænmeti.

Cointreau Fizz 

5 cl Cointreau

2 cl ferskur limesafi (1/2 lime)

10 cl Sódavatn

Mulin Klaki

  • Veldu ávöxt og kremdu hann í botninn á glasinu.
  • Helltu Cointreau líkjörnum úti glasið.
  • Kreystu hálft lime útí drykkinn.
  • Skelltu mulnum ís saman við, hrærðu drykkinn og fylltu upp með sódavatni.
Cointreau Fizz með jarðaberjum – Ljósmynd: Rose Marie Söderlund

 

Cointreau Fizz með myntu og lime – Ljósmynd: Rose Marie Söderlund
Share Post