Sólarupprás

Hráefni

5 cl Mont Gay Barbados romm

2 cl Galliano Vanilla 

3 cl sítrónusafi

5 vel þroskuð jarðarber

1 msk. sykursíróp

Sítrónubátar, til skrauts

Klakar

Aðferð

Takið græna hlutann af jarðarberjunum og setjið í matvinnsluvél eða notið töfrasprota. Bætið sykursýrópinu saman við og maukið þar til myndast hefur flauelmjúk áferð. Setjið klaka í kokteilhristara og látið allt hráefnið ofan í. Hristið vel í u.þ.b 10 sekúndur eða þar til hristarinn er vel hrímaður. Setjið klaka í meðalstórt glas og hellið innihaldinu ofan í glasið í gegnum sigti. Dugir í eitt viskíglas eða 2 minni glös. Ef ekki fást bragðmikil þroskuð jarðarber má setja meira sykursýróp saman við.

 

Umsjón/ Guðný Hrönn Antonsdóttir og Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Myndir/ Hákon Davíð Björnsson