Sangria

Hráefni

Adobe Reserva – Cabernet Sauvignon, 1 flaska / 750 ml

Appelsínusafi, 300 ml

Hlynsíróp, 60 ml + meira eftir smekk

Brandý, 120 ml + meira eftir smekk

Appelsína, 1 stk

Epli, 1 stk

Jarðarber, 200 g

Bláber, 100 g

Sódavatn, 330 ml

 

Aðferð

Skerið appelsínu í þunnar sneiðar og epli og jarðarber í bita.

Blandið öllum hráefnum saman í a.m.k 1,5 ltr könnu. Smakkið til með brandý og hlynsírópi. Geymið í kæli í 2 klst.

Toppið með sódavatni og berið fram með klökum.

Uppskrift: Matur og Myndir