Bakaður fetaostur með papriku

Hráefni

1 fetakubbur

½ krukka grilluð paprika

1 lúka gróft saxaðar kasjúhnetur

Smá ferskt rósmarín

Aðferð

Hitið ofninn í 180°C.

Þerrið fetakubbinn og leggið í eldfast mót.

Skerið paprikuna aðeins niður og hellið henni yfir ostinn ásamt nokkrum matskeiðum af olíu úr krukkunni.

Stráið hnetum og rósmarín yfir og bakið í um 20 mínútur.

Gott er að risa baguette brauðið og taka til annað meðlæti á meðan.

Baguette

Hráefni

1 baguette brauð

Ólífuolía

Hvítlauksduft, salt og pipar

Aðferð

Hitið ofninn í 180°C.

Skerið brauðið í sneiðar.

Penslið báðar hliðar með ólífuolíu og kryddið á annarri hliðinni.

Ristið í ofninum í nokkrar mínútur eða þar til kantarnir gyllast aðeins og brauðið verður aðeins stökkt yst.

Berið fram með bökuðum fetaosti með papriku.

Annað meðlæti

Feykir 24+

Hráskinka

Vínber

Eplasneiðar

Vinó mælir með: Muga rósavín með þessum rétti.

Uppskrift: Gotteri

Post Tags
Share Post