Adobe Reserva Syrah 2015

Vinotek segir;

Vínhúsið Emiliana í Chile sem að framleiðir Adobe-línuna er einn stærsti framleiðandi lífrænna vína í heiminum og þar er að auki stundaður lífefldur eða “biodynamic” landbúnaður.

Syrah er þrúga sem alltaf er að koma betur og betur í ljós hversu vel hentar aðstæðum í Chile. Þetta rauðvín er gert úr þrúgum frá Rapel sem er stórsvæði er nær til Colchagua og Calchapoal í miðdalnum suður af Santiago.

Vínið er mjög dökkt, svartur sólberjaávöxtur, mild myntuangan og viður, vínið er kröftugt, svolítið agressívt ennþá þegar kemur að tannínum en mýkist hratt ef maður leyfir því að bíða í smástund, mælt er með umhellingu. Það er líka enn ansi ungt, mun halda áfram að batna á næstu 1-2 árum.

1.999 krónur. Frábær kaup á þessu verði. Með grilluðu lambi.

Share Post