Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Karen Guðmunds ritar:

Uppskrift fyrir: einn drykk

Hráefni

Fersk jarðaber

Basil

5cl Jarðarberjagin (Larios Rosé)

Límónaði

Lime

Aðferð

1. Fyllið glas eða flotta majon krukkur af klaka.

2. Skerið niður fersk jarðarber og basil og setjið ofan í glösin.

3. Mælið 3cl af jarðarberjagini og fyllið uppí glasið með límónaði.

4. Lime og jarðaber til skreytingar.

Þessi kokteill drykkur á held ég eftir að verða einn af uppáhalds kókteilunum mínum þetta sumarið en jarðarberjaginið er nýtt á markaðinum og það er alveg truflað gott. Ég persónulega er ekki mikin gin manneskja en jarðarberjabragðið af þessu gini er eitthvað annað. Þetta er algjör svaladrykkur og verður við hendina á svölunum í sumar (ef að sumarið lætur sjá þig það er að segja)!

Hærðu í drykkin og njóttu vel með þínu fólki.

Share Post