Holy Moly

Hráefni

Whitley Neill rabbarbara & engifer gin, 4,5 cl

St. Germain, 3 cl

Sítrónusafi, 2 cl

Síróp úr kirsuberjakrukku, 2 cl

Eggjahvíta, 1 stk

Kirsuber til skrauts

Aðferð

Setjið öll hráefnin nema kirsuberið í kokteilhristara og hristið kröftuglega í 20 sek til að mynda góða froðu. Bætið klökum út í og hristið áfram í 10-15 sek.

Síjið í kokteilglas og skreytið með kirsuberi þræddu á kokteilpinna.

 

Uppskrift: Matur & Myndir