Bloody Mary

Bloody Mary eða,  „Blóðuga Marían“ er talin hafa verið fyrst blönduð á New York barnum í París árið 1921, þar sem þekktir menn eins og Hemingway sátu oft að sumbli. Kenndur við drápsglaða drottningu Breta um tíma, er drykkurinn upphaflega talinn hafa verið gerður svona kryddaður til að deyfa bragðið af illa fengnu áfenginu (og misgóðu) á bannárunum. Auk kryddanna samanstendur hann annars öðru fremur af tómatsafa og vodka. Það góða við „Blóðugu Maríuna“ er einkum það að hún þykir einstaklega fersk og einn fárra drykkja sem í lagi þykir að fá sér með dögurði (e. brunch) eða svona í fyrra falli dags, án þess að fólk missi æruna.

Uppskrift (1 kokteill)

5 ml Russian Standard Original Vodka

90 ml tómatsafi

15 ml safi úr sítrónu

4 skvettur af Worcestersósu

1-2 dropar af Tabascosósu (má sleppa)

1 teskeið Dijon Sinnep (má sleppa)

Salt og pipar (eftir smekk)

Hristur eða hrærður með klaka. Skreyttur með sellerístöngli og pipar.