Moscow Mule

Moscow Mule

Russian Mule eða Moscow Mule eins og hann er oftast kallaður var kokteill bandaríska þotuliðsins á fimmta áratug síðustu aldar en margir þekkja drykkinn sem Asna. Talið er að Moscow Mule hafi komið af stað vinsældum vodka-kokteila sem vara enn þann dag í dag. Þrátt fyrir nafnið er Moscow Mule bandarískur kokteill en nafnið vísar í hugmyndir fólks um vodka sem rússneska afurð. Frábær kokteill og einfaldur í framkvæmd!

Hráefni: (1 drykkur)

50 ml Russian Standard Original

150 ml Engiferbjór (eða Engiferöl)

Lime

Ísmolar

Aðferð:

Fyllið glasið með klaka og kreistið ½ lime ofan í glasið. Hellið Russian Standard Original út í glasið og fyllið upp með engiferbjór/öl. Væn limesneið notuð sem skraut.

Share Post