Blóðappelsínu whiskey sour

Hráefni

6 cl whiskey

6 cl blóðappelsínusafi

3 cl sítrónusafi

3 cl sykursíróp (líka mjög gott að nota 50/50 sykursíróp og síróp úr kirsuberjakrukkunni)

Skraut: Kirsuber

Aðferð

Setjið viskí, blóðappelsínusafa, sítrónusafa og sykursíróp í kokteilhristara með klaka. Hristið vel í 10-15 sek.

Hellið í glas með klökum og skreytið með kirsuberi

Uppskrift: Matur og Myndir