Heit ostasósa

Hráefni

2 jalapeño

1 skallottlaukur

2 hvítlauksrif

20 g smjör

400 ml matreiðslurjómi

2 msk. maizenamjöl

100 g rjómaostur

300 g rifinn Cheddar ostur

1 tsk. salt

½ tsk. chilipipar

½ tsk. pipar

½ tsk. hvítlauksduft

Nachosflögur

Aðferð

Saxið jalapeño, skallottlauk og hvítlauk smátt niður og steikið upp úr smjörinu við meðalháan hita þar til mýkist.

Hellið þá matreiðslurjóma og pískið maizenamjölið saman við og leyfið aðeins að malla.

Bætið þá rjómaosti og Cheddar osti saman við ásamt kryddum, hrærið þar til þykk ostasósa hefur myndast.

Gott að bera fram með Nachosflögum og ísköldum bjór.

Vinó mælir með: Stella Artois með þessum rétti.

Uppskrift: Gotteri.is