Sumarsangria

Hráefni

1 appelsína

2 lime

4 x ástríðuávöxtur

300 ml ananassafi

200 ml appelsínusafi

500 ml sódavatn með appelsínubragði

600 ml hvítvín

Aðferð

Skerið appelsínu og lime niður í bita. Gott að skipta hverri appelsínusneið í 6 hluta og hverju lime í 4 hluta, setjið í stóra skál.

Skafið innan úr ástríðuávextinum og setjið í skálina.

Hellið næst ananassafa, appelsínusafa, sódavatni og hvítvíni í skálina og hrærið saman.

Fyllið glös af klökum og loks sangriu!

Share Post