Svalandi hvítvín fyrir sumarið

Á sumrin breytist gjarnan neyslumynstrið okkar á vínum og með hækkandi sól og hlýnandi veðri eykst neysla gjarnan á hvítvínum, rósavínum og freyðivínum. Ástæðurnar eru sjálfsagt þær að þessi vín eru frískandi og kæld og passa líka einstaklega vel með léttari mat eins og smáréttum og léttum salötum. Við tókum saman nokkur frábær hvítvín sem óhætt er að mæla með að þið prófið í sumar.

 

Adobe Reserva Sauvignon Blanc

Bragðlýsing: Ljóssítrónugult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Grösugir sítrustónar, vínber, sólberjalauf.

Passar með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

Land: Chile

Verð: 2.099 kr.

Vottun: Lífrænt og vegan

Amalaya Blanco

Bragðlýsing: Ljóslímónugrænt. Létt fylling, ósætt, mild sýra. Blómlegt, greip, mandarína.

Þetta vín hentar vel í móttökur og með léttum pinnamat. Einnig frábært með grænmetisréttum og léttari mat.

Land: Argentina

Verð: 1.999 kr.

Cune Blanco

Bragðlýsing: Fölstrágult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Epli, hýði, sveppir.

Passar með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

Land: Rioja, Spánn

Verð: 1.999 kr.

Hess Select Sauvignon Blanc

Bragðlýsing: Fölgrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sólberjalauf, stikilsber, laukur, límóna.

Passar með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

Land: Bandaríkin

Verð: 2.799 kr.

Lamberti Pinot Grigio

Bragðlýsing: Fölsítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Pera, epli, hvít blóm.

Þetta vín hentar vel í móttökur og með léttum pinnamat. Einnig frábært með grænmetisréttum og léttari mat.

Land: Veneto, Ítalía

Verð: 1.899 kr.

Muga Blanco

Bragðlýsing: Fölgult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, græn epli, hvít blóm, gertónar, létt eik.

Passar með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

Land: Rioja, Spánn

Verð: 2.899 kr.

Pares Balta Blanc De Pacs

Bragðlýsing: Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, ferskja, steinefni.

Þetta vín hentar vel í móttökur og með léttum pinnamat. Einnig frábært með grænmetisréttum og léttari mat.

Vottun: Lífrænt og vegan

Verð: 1.999 kr.

Petit Burgeois Sauvignon Blanc

Bragðlýsing: Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Greip, stikilsber, sólberjalauf.

Passar með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

Land: Loire, Frakkland

Verð: 2.699 kr.

Ramon Roqueta Macabeo Chardonnay

Bragðlýsing: Föllímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítróna, stjörnuávöxtur, létt eik, steinefni.

Passar með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

Land: Katalónía, Spánn

Verð: 1.999 kr.

Saint Clair Vicar‘s Choice Pinot Gris Bright Light

Bragðlýsing: Föllímónugrænt. Létt fylling, smásætt, fersk sýra. Pera, melóna, ferskja, steinefni.

Þetta vín hentar vel í móttökur og með léttum pinnamat. Einnig frábært með grænmetisréttum og léttari mat.

Verð: 1.999 kr.

Vicar‘s Choice Pinot Gris Riesling Gewurztraminer

Bragðlýsing: Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, smásætt, fersk sýra. Ferskja, blómlegt, litsí.

Passar með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

Land: Nýja Sjáland

Verð: 2.299 kr.