Bláberja límonaði kokteill

Hráefni:

1 lítið búnt af ferskri myntu

30 ml sykursíróp

1 dl Bláber

30 ml Russian Standard Vodka

200-250 ml límonaði

Klakar

Aðferð:

Setjið myntu og bláber í kokteilhristara ásamt sykursírópi og vodka, kremjið myntuna og bláberin, hristið svo saman. Hellið í gegnum sigti ofan í glas sem hefur verið fyllt af klökum. Fyllið glasið af límonaði.

Uppskrift: Linda Ben