Tacos með grilluðum kjúklingalærum og tómatsalsa

 

Fyrir 2-3

 

Hráefni

Kjúklingalæri (skinn & beinlaus), 450 g

Hvítlaukur, 3 rif

Oregano, 1 tsk

Cumin, 1 tsk

Hvítlauksduft, 0,5 tsk

Paprikuduft, 0,5 tsk

Cayennepipar, 0,5 tsk (má sleppa)

Límóna, 1 stk

Japanskt majónes, 60 ml

Sýrður rjómi, 60 ml

Cholula chili garlic, 1 msk / Eða uppáhalds hot sósan þín

Smátómatar, 100 g

Rauðlaukur, 20 g

Fetaostur hreinn, 30 g

Kóríander, 5 g

Romaine salat, 100 g / Eða íssalat

Avocado, 1 stk

Radísur, 2 stk

Litlar tortilla vefjur, 8 stk

Aðferð

Hrærið saman, 2 pressuð hvítlauksrif, 1 msk límónusafa, 2 msk olíu, oregano, cumin, hvítlauksduft, paprikuduft, cayennepipar og rúmlega 1 tsk af flögusalti. Setjið kjúklingalæri í skál, hellið marineringunni yfir og nuddið henni vel í kjúklinginn. Látið marinerast í 2-3 klst.

Hitið grill að 200°C eða ofn að 180°C með blæstri

Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma og hot sósu. Smakkið til með salti.

Skerið smátómata í bita, pressið hvítlauksrif, saxið rauðlauk, myljið fetaost, rífið börk af límónu (varist að taka hvíta undirlagið með) og saxið kóríander smátt.

Setjið smátómata, helminginn af pressuðu hvítlauksrifi, rauðlauk, fetaost, límónubörk og kóríander í skál ásamt smá skvettu af ólífuolíu og kreistu af lime safa. Smakkið til með salti og restinni af pressaða hvítlauksrifinu ef þarf.

Hitið grill að 200°C og grillið kjúklingalærin í 12-16 mín (fer eftir stærð og þykkt) eða þar til kjúklingurinn er hvítur í gegn og fulleldaður. Snúið 2-3 sinnum yfir eldunartímann. Einnig má dreifa lærunum yfir bökunarplötu og baka í miðjum ofni í 30 mín.

Vefjið tortilla vefjum þétt inn í álpappír og hitið á grilli eða í ofni þar til vefjurnar eru heitar og mjúkar

Saxið romaine salat, sneiðið avocado og radísur.

Raðið sósu, romaine, kjúkling, tómatsalsa, avocado og radísum í vefjurnar og berið fram.

 

Vínó mælir með: Cune Blanco með þessum rétt.

Uppskrift: Matur & Myndir