Taco salat að hætti Chrissy Teigen

Uppskrift: Marta Rún

Salatdressing:

 • 170 ml olía
 • 60 ml tómatsósa
 • 60 ml rauðvínsedik (hvaða edik sem er virkar)
 • 1 msk sykur
 • ½ tsk cayenne pipar

Hakkblanda:

 • 500g nautahakk
 • 1 msk olía
 • 1 msk paprika (hér getið þið einnig notað tilbúna blöndu af tacokryddi)
 • 2 tsk cumin
 • 2 tsk hvítlauksduft
 • 2 tsk oregano
 • 1 tsk cayenne pipar
 • 400g svartar eða nýrnabaunir
 • 125 ml vatn
 • Lúka af söxuðum kóríander
 • Salt & pipar

Salat:

 • 2 ferskir maísstönglar eða frosnir og þá þiðnir.
 • 1 kálhaus
 • 2 tómatar
 • 1 avókadó
 • 50 g svartar ólífur
 • 120 g doritos snakk
 • 1 rauðlaukur
 • Sýrður rjómi

Aðferð:

Salatdressingin:
Blandið öllum hráefnunum í skál og hrærið vel saman.

Hakkblandan:
Finnið til stóra pönnu og stillið á háan hita. Byrjið á því að steikja maísstönglana á öllum hliðum þangað til að þeir eru orðnir ljósbrúnir allan hringinn, um það bil 8 til 9 mínútur (ef þið eruð að nota frosna maísstöngla eru það um 6 mínútur) og setjið þá til hliðar.
Leyfið pönnunni aðeins að kólna niður í miðlungsháan hita og bætið þá við olíu og steikið hakkið í 5-6 mínútur eða þangað til mestallur vökvinn hefur gufað upp. Blandið öllum kryddunum saman í skál og bætið við í hakkið ásamt baununum og 125 ml. af vatni. Blandið vel saman og látið malla í aðrar 5 mínútur og svo að lokum bætið við kóríandernum.

Salatblandan:
Dreifið kálinu á stóran disk og hellið hakkblöndunni yfir miðjuna. Skerið maísinn af stönglinum og raðið yfir hakkið ásamt tómötunum, avókadóinu, lauknum og ólífunum. Hellið dressingu yfir allt salatið, kremjið doritos snakkið yfir og að lokum dreifið smá sýrðum rjóma á miðjuna. Stráið smá ferskum kóríander yfir í lokinn.

Share Post