Svínalund með geitaosta fyllingu

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Fylling:

Geitaostur (má nota hvaða ost sem er t.d camenbert)

Grilluð paprika

Sólþurrkaðir tómatar

Spínat

Valhnetur

Beikon

Aðferð:

Sjóðið spínat í 1 mínútu, kælið það undir köldu vatni og skerið það svo smátt og setjið í skál.

Skerið sólþurrkaða tómata, grillaðar paprikur og valhnetur smátt.
Blandið öllu saman í skál og bætið við olíu, salt og pipar eftir smekk.

Skerið svínalundina í tvennt. Skerið í miðjuna og hliðarnar og fletjið lundina út.

Setið fyllinguna ofan á lundina ásamt geitaostinum.  Að lokum klemmið lundina saman og vefjið hana inn með beikon sneiðum.

Setjið 1 dós af kjúklingabaunum með smá olíu, pipar salti og rósmarín ofan í pott.

Leggið lundina ofan á kjúklingabaunirnar. Lokið pottinum og bakið við 180° gráður í 45 mínútur.

Takið lokið af pottinum síðustu 10 mínúturnar.

Berið fram með fersku salati.

Vinó mælir með Pares Balta Mas Petit með þessum rétt.